Hér eru skjöl sem ég vonast til að gefi ykkur gott yfirlit yfir námskeiðið. Það er enginn sem prófarkales fyrir mig, þannig að ef eitthvað er skrítið bið ég ykkur um að varpa fram spurningum i FB hópnum.
- Námskeiðslýsing
PDF skjal með opinberri lýsingu á námskeiðinu. Hér má finna hæfniviðmið námskeiðsins - Þemu námskeiðsins
Sérstök bloggfærsla með stuttu myndbandi þar sem Hróbjartur fer yfir þemun og vísar í PDF skjal með yfirliti yfir þemu námskeiðsins og leiðir til að ná valdi á þeim og hæfniviðmiðunum. - Yfirlit yfir verkefni
PDF skjal með yfirlit yfir verkefni sem eru beint til námsmats á námskeiðinu. - Námsmat
Texti um námsmat og leiðsagnarmat á námskeiðinu - Skilahólf fyrir verkefni
llum verkefnum námskeiðsins er skilað á PDF formi í TurnitIn
Leiðbeiningar um notkun TurnitIn
Hvernig les maður viðbrögð kennara í TurnitIn? (Video) - Dagsetningar
Hér má finna yfirlit yfir allar dagsetningar á námskeiðinu. Þetta er eini staðurinn þar sem dagsetningar eru birtar fyrir utan UGLU. UGLA er alltaf rétt! - Yfirlit yfir fimmtudagsfundi
- Bókalisti (einnig sem pdf skjal)
Þetta er listi minn yfir bækur sem ég mæli með að þið lesið á námskeiðinu. Þið veljið sjálf hvað hentar ykkar markmiðum best. - Mappa frá Hróbjarti með gögnum fyrir hvert þema
Hér er efni sem ég hef búið til í gegnum árin sem tengist hverju þema fyrir sig. Þið getið sótt skjölin, eða gerst notendur í BOX og „synkað“ skjölin við ykkar harða disk - Ítarefnislisti óflokkaður (Diigo – Smelltu hér til að læra nota diigo)
Ég nota Diigo til að merkja við efni sem ég finn á vefnum og þykir áhugavert. Með því að merkja það sérstaklega hverju námskeiði birtist það í lista á hverju námskeiði. Ef þú gerist notandi í Diigo getur þú bætt við í listann okkar og notað listann á svipaðan hátt með nemendum þínum. - Leiðbeiningar fyrir þennan vef (koma fljótlega)
- Leiðbeiningar vegna skila á valverkefnum (koma fljótlega)
- Svona gerir þú bloggfærslur á þessum vef
- Kennslumyndbönd fyrir þennan vef
- Orðalistar
Hér hef ég safnað saman slóðum í alls konar orðalista sem nýtast þeim sem eru að læra og vinna við nám fullorðinna á ýmsan hátt. - Facebook hópurinn okkar
Hér er vettvangur til að hjálpast að og ræða UM námskeiðið - Lokaðir umræðuþræðir
Hér er umræðuvettvangur um INNIHALD námskeiðsins. t.d. sérstakur „bókaklúbbur“ í kringum hvert þema.
Þú sérð þetta svæði AÐEINS ef þú ert skráð/ur inn á vefinn
Nokkrar almennar bjargir
- Hvar finn ég lesefni?
- Svona tekur þú þátt í fimmtudagsfundi yfir vefinn
- Fundarherbergið okkar á Adobe Connect
- Settu mynd af þér á prófílinn hér (svo við eigum auðveldara með að fatta hver er að skrifa=