Námsmat… Leiðsagnarmat

leiðsagnarmat

Til þess að ná valdi á hæfniviðmiðum námskeiðsins þarft þú að afla þér ákveðinna þekkingar, æfa ákveðna hæfni og vinna jafnvel með viðhorf þín til sjálfs þín, verkefnisins að skipuleggja og þess leiða námsferla með fullorðnum og til fullorðinna námsmanna sjálfra.

Lestur bóka, greina, bloggfærslna, gagnast heilmikið, sömuleiðis að hlusta á fyrirlestra og taka þátt í samtölum og skriflegum umræðum) og að lokum að vinna alls konar verkefni. Á námskeiðinu er ykkur boðið uppá að vinna nokkur ólík verkefni til að þjálfast enn betur á þessu sviði.

Öllum verkefnum á námskeiðinu verður skilað í þar til gert skilahólf á TurnitIn.

Í sérstakri færslu eru birtar skiladagsetningar fyrir verkefnin. Hugmyndin er að þið notið þessar fjórar dagsetningar til að miða verkefnaskil við. Sum verkefnin eru e.t.v. svolítið flókin: Skila bloggi hér og þar og halda kynningu á veffundi eða pósta myndskeiði á vefinn og búa til umræður… Ástæðan fyrir þessu er tvíþætt: 1) að þjálfa ykkur í ýmsu af því sem leiðtogar sem nota netið gera gjarnan og  2) til að fleiri geti notið verkefnanna sem þið eruð að vinna. Hafið ekki áhyggjur, þið náið þessu alveg í rólegheitunum.

EN þið skilið verkefninu alltaf líka sem PDF skjali í TurnitIn til að fá viðbrögð og einkunn.

Á þessu námskeiði langar mig að gera tilraun með að færa viðbrögð mín við verkefnum fram fyrir lokaskil! Mig langar til að gera tilraunir með svo kallað „Leiðsagnarmat“ þar sem þið fáið viðbrögð áður en þið skilið verkefnunum endanlega. Þannig getið þið nýtt viðbrögðin við verkefnavinnuna, í stað þess að fá viðbrögð í lok misseris sem þið notið kanski einhverntíma síðar… eða ekki 😉

Við gerum þetta þannig að þið skilið samkvæmt leiðbeiningum hvers verkefnis, en verkefni sem snúast um einhverja texta getið þið skilað fyrst í TurnitIn fyrir eina af þremur skiladagsetningum, fengið viðbrögð innan nokkurra daga. Þá lagið þið verkefnið – og notið Track Changes í Word, svo ég sjái fljótt bretyingarnar  – sendið það til baka í TurnitIn og ég gef ykkur einkunn – væntanlega í næstu yfirferðartörn. Þetta á við um öll verkefnin þar sem þið eigið að skila bloggfærslum, skýrslum og svo líka fyrir kennslufræðilega rökstuðningurinn með námskeiðsmöppunni. Þetta á ekki við um námskeiðsmöppuna sjálfa eða markmiðin, ef þið viljið laga markmiðin skilið þið þeim aftur þegar þið skilið námskeiðsmöppunni endanlega.

Ég er að vonast til að með þessu móti nýtist ykkur verkefnin og viðbrögðin betur í tengslum við að þjálfast í fræðilegum skrifum.

Vinsamlega lesið líka:

Skildu eftir svar