Auglýsingatexti – Uppeldi, hegðun og agi

Uppeldi, hegðun og agi

Er barnið þitt farið að stjórna heimilinu?

Áttu erfitt með að setja skýr
mörk?

Langar þig til að bæta þig sem foreldri?

Eða viltu bara eiga góða kvöldstund og kynnast öðrum foreldrum í sveitafélaginu?

Þá gætir þú haft gagn og gaman af því að mæta á þetta námskeið.

Á námskeiðinu muntu:

  • fræðast um uppeldi og uppeldisaðferðir
  • fræðast um hegðun og hegðunarfrávik barna
  • kynnast leiðum til þess að eiga við erfiða hegðun barna

Námskeiðið fer fram í Heiðarskóla mánudaginn 16. október frá klukkan 17:00 – 21:00.

Námskeiðið er í boði Foreldrafélags Heiðarskóla og allir foreldrar velkomir.

Í boði er kaffi og léttur kvöldverður.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigríður Björk Kristinsdóttir, grunnskólakennari með diplóma í áhættuhegðun, forvörnum og lífssýn og meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Björk í síma 6993989 eða á sigridur.kristinsdottir@hvalfjardarsveit.is

Hlökkum til að sjá þig ?

 

Um námskeiðslýsingu

Ég hef lesið margar námskeiðslýsingar og það sem fyrst og fremst höfðar til mín er fyrst og fremst það að ég hafi áhuga á því sem verið er að auglýsa. Ef það væru nokkrar auglýsingar um sama efni – þ.e. eitthvað sem tengist mínu áhugamálu – þá myndi það skipta mig miklu máli hversu vel auglýsingin er sett fram. Það að hafa auglýsinguna þannig að hún sé eitthvað fyrir augað og hún sé grípandi myndi örugglega hafa meiri áhrif en auglýsing sem væri bara einfaldur texti.

Ég skoðaði greinina Writing good course description. Greinin er stutt og hnitmiðuð og ég gat nýtt mér hana vel. Til þess að skrifa góða auglýsingu þarftu að vita um hvort námskeiðið sé akkúrat það sem þetta sé námskekðið sem þú þarft að taka og mun auka við þekkingu þína.

Það sem þarf að setja í auglýsinguna er:

  • Hvað mun þáttakandinn hafa lært þegar hann hefur lokið námskeiðinu?
  • Hvað mun þátttakandinn fá út út námskeiðinu?
  • Hver eru fjallað um á námskeiðinu

Annað sem þarf að vera upplýsingar um er hversu lengi námskeiðið stendur yfir. Tímalengdin þarf að henta þeim sem ætlar að sækja það.

Onlinelearningpoint.com. (2012) Writing Good Course Description. Sótt af https://www.onlearningpoint.com/

 

 

Auglýsing á blogg

Skildu eftir svar