Kennsluaðferðir

(Hóp)hugarkort
Aðferð: (Hóp) hugarkort
Flokkur: Hópvinnubrögð
Tilgangur við kennslu:
o Skapa náms andrúmsloft (upphaf)
o Vekja áhuga
o Úrvinnsla námsefnis
o Upprifjun og minnisþjálfun
o Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
o Kanna þekkingu – meta nám
o Enda námskeið

Virkni nemenda Nauðsynleg Hjálpargögn
Sjálfstæðir og virkir Námsefni sem kennt er hverju sinni
Lesefni í bók eða á blöðum
x Virkir Tími 60 mín
Gagnvirkni fjöldi þátttakenda 3- 5 í hóp
Taka við Hámark 30 manns
Óvirkir Lágmark 12

Markmið aðferðarinnar
Hér er markmiðið að ná fram hugsunum og þekkingu þáttttakenda og fá þá til að draga hana saman og setja skipulega niður á blað. Samkvæmt Hróbjarti Árnasyni (2010, bls. 1) þá er hægt að nota hugarkort til þess að hjálpa einstaklingnum og hópum að kalla fram hugmyndir, og skipuleggja hugmyndir sínar og hugsanir, þannig má kalla fram mun fleiri hugmyndir á skemmri tíma en með mörgum öðrum aðferðum. Þegar aðferðin, sem Hróbjartur nefnir, (Hóp) Hugarkort er notuð, segir hann það takast að fá hvern einstakling fyrir sig til að kalla fram sínar hugmyndir áður en hann blandar þeim saman við hugmyndir hinna í hópnum. Hann segir jafnfram að þegar allir hafa hafa blandað hugmyndunum saman í eitt stórt kort og svo getur hópurinn tekið afstöðu til hugmyndanna, raðað þeim upp og endurskipulagt.
Lýsing
Fyrst byrja allir í hópnum á að útbúa sitt eigin hugarkort út frá sínum hugmyndum og hugsunum og fá til þess 10-15 mínútur. Eftir að allir hafa gert sitt hugarkort er hópnum skipt upp í minni hópa þar sem að 3-5 eru saman í hóp. Hver einstaklingur í hópnum sýnir þá sitt hugarkort og búið er til eitt sameiginlegt hugarkort fyrir hópinn þar sem að hugmyndir og hugsanir allra meðlima eru dregnar saman á eitt hugarkort.

Heimildir
Hróbjartur Árnason. (2010). Tvær aðferðir til að virka kennara og nemendur í samvinnu. Reykjavík: Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan.


Nafn aðferðar: Fræðslumyndir
Flokkun: Útlistunaraðferðir
Tilgangur við kennslu:
o Vekja áhuga
o Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
o Festa námsefnið í minni

Virkni nemenda Nauðsynleg Hjálpargögn
Sjálfstæðir og virkir Fræðslumyndband sem hentar við það efni sem verið er að fjalla um.
Virkir Tími 40-60 mín
Gagnvirkni fjöldi þátttakenda
x Taka við Hámark 30 manns
Óvirkir Lágmark 15

Markmið aðferðarinnar
• Fræða
• Miðla
• Útskýra
• Efla skilning
• Vekja til umhugsunar

Markmið með því að nota fræðslumyndband er að koma efni til skila til þátttakenda á annan hátt en t.d. með fyrirlestri eða lestri. Samkvæmt Champoux (1999, bls. 209) er því haldið fram að kvikmyndir geta verið mjög ganglegar við kennslu. Til dæmis fyrir og eftir umræður, einnig hægt að spóla til baka og skoða betur atriði. Hann segir einnig að í nútímanum séum við orðin svo vön að horfa og heyra og að margt fólk í dag læri vel með því að horfa á myndefni, sumir meira að segja betur en að hlusta eða lesa efnið. Hér er því einnig markmiðið að koma til móts við þær nútímakröfur sem myndbandsmiðlar eru og reyna að höfða til þeirra sem læra best með því að horfa á myndefni.

Lýsing
Með því að nota fræðslumyndband í kennslu er verið að nýta sér myndefni til að koma einhverju efni til skila til þátttakenda. Eins og Ingvar Sigurgeirsson (1999, bls. 52) fjallar um er gott kennsluefni á myndbandi sé öflugur miðill. Úrval kennsluefnis á myndböndum er stöðugt að aukast. Mynbandsþættir, eða hlutar þeirra, henta oft vel til að vekja áhuga á námsefni, til skýringar, yfirlits eða upprifjunar. Rök fyrir markvissri notkun kvikmynda í kennslu eru meðal annars framboð af slíku efni er sífellt að aukast og því þurfa nemendur að læra að nýta sér myndmiðla ekkert síður en prentmál. Hann segir jafnframt að þegar myndband sé notað við kennslu sé mikilvægt að kennararinn hafi kynnt sér efni þess vel. Efnið þarf að falla vel að því námsefni sem því er ætlað að styðja, framsetning þarf að vera við hæfi áhorfenda og kennarinn verður að vera undir það búinn að ræða og skýra ýmis atriði sem fram koma.

Heimildir
Champoux, J. E. (1999). Film as a teaching resource. Journal of management inquiry. 8(2), 206-217.

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan.

Nafn aðferðar: Umræður
Flokkun: Umræðu-og spurnaraðferðir
Tilgangur við kennslu: Skapa náms andrúmsloft (upphaf)
o Vekja áhuga
o Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
o Festa námsefnið í minni
o Kanna þekkingu – meta nám

Virkni nemenda Nauðsynleg Hjálpargögn
Sjálfstæðir og virkir Spurningar til að ræða, t.d. á blöðum eða uppi á tölfu
X Virkir Tími 20-30 mín
Gagnvirkni fjöldi þátttakenda 3- 5 í hóp
Taka við Hámark 30 manns
Óvirkir Lágmark 15

Markmið aðferðarinnar
• vekja til umhugsunar
• þjálfa rökhugsun
• kenna nemendum að tjá sig
• Taka tillit til annarrra
• Tengja þátttakendur betur saman
Markmið umræðu- og spurnaraðferða er einkum að virkja nemendur til umræðna, rökræðu og skoðanaskipta (Ingvar Sigurgeirsson, 1999, bls. 44)

Lýsing
Kennarinn finnur krefjandi spurningar eða önnur umræðuefni og skipuleggur samræðurnar (Ingvar Sigurgeirsson, bls. 44). Hann skiptir nemendum svo upp í passlega stóra hópa (3-5) og biður hópinn að ræða þær spurningar/umræðuefni sem að hann leggur fram. Mikilvægt er að hafa í huga að hafa hópana ekki of stóra svo að hver þátttakandi fái tækifæri að leggja eitthvað til málana. Ef hóparnir eru of stórir eru meiri líkur á að einhverjir í hópunum fái ekki tækifæri til að tjá sig. Hlutverk nemenda er að taka virkan þáttí því sem fram fer, sýna áhuga, ræða saman og draga eigin ályktanir (Ingvar Sigurgeirsson, bls. 44).

Heimildir
Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Æskan.

Skildu eftir svar