Kennsluaðferð – Hatfull of quotes

Hatfull of quotes

Aðferð: Hatfull of quotes

Flokkur:  Samkvæmt flokkunarkerfi Ingvars Sigurgeirssonar myndi þessi aðferð falla undir hópvinnuaðferð.

Tilgangur við kennslu:

  • Skapa námsandrúmsloft
  • Vekja áhuga
  • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
  • Úrvinnsla námsefnis
  • Upprifjun og minnisþjálfun
  • Efla leikni
  • Tilbreyting
  • Kanna þekkingu – meta nám
  • Enda námskeið
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Kennsluefni sem á að ræða
X Sjálfstæðir og virkir
X Virkir
x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Ótakmarkaður- mikilvægt að allir fái tíma til að tjá sig.
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir Engin mörk.  

 

Markmið aðferðarinnar

Að fá alla þátttakendur til þess að taka þátt í umræðum um námsefnið og til þess að heyra misjafnar skoðanir hjá þátttakendum um efnið.

Lýsing

Hatfull of quotes byggist á því að efla umræður þátttakenda um efni námskeiðs eða námsefni. Aðferðin er unnin í sex skrefum:

  1. Fara yfir efnið sem þátttakendur eiga að að lesa og velja fimm til sex athyglisverðar tilvitnanir sem munu ýta undir ígrundaðar umræður. Mikilvægt er að leiðbeinandi velji lykilatriði í efninu.
  2. Klippa tilvitnanirnar út eða ljósrita og klippa nægilega mörg eintök svo að allir þátttakendur fái eina tilvitnun. En nokkrir þátttakendur gætu fengið sömu tilvitnunina.
  3. Tilvitnanirnar eru settar í hatt og hver og einn þátttakakandi fær að velja eina.
  4. Þátttakendur lesa sína tilvitnun og skrifa niður sínar hugmyndir sem upp koma.
  5. Eftir 2-3 mínútur er einhver þátttakandi beðinn um að bjóða sig fram og deila tilvitnun sinni og sínum hugsunum í sambandi við hana.
  6. Haldið áfram þar til allir hafa lesið tilvitnun sína og allir þátttakendur hafa deilt hugsunum sínum. Leiðbeinandi bendir á ólík sjónarmið sem koma fram og hvetur til umræðna.

Þeir sem eru óöryggir að tala í hóp geta verið síðastir í röðinni og þá hefur tilvitnun þeirra mögulega verið lesin. Ef þeir hafa lítið að segja um efnið geta þeir bætt við það sem var búið að segja eða komið með athugasemd um það. Þetta hjálpar þeim að byggja upp sjálfstraust.

Afbrigði

Þessi aðferð er svipuð og hugsa – ræða – miðla þar sem þátttakendur eiga að hugsa um efni, ræða við lítinn hóp og miðla svo til allra. Þar skapast svipaðar aðstæður til umræðna.

Heimildir

The association of college and university educators. (e.d). Hatfull of quotes. Sótt af: https://acue.org/wp-content/uploads/2016/06/HatfulofQuotes_PG_CFin.pdf

Brookfield, S. (2013). Powerful Techniques For Teaching In Lifelong Learning. England: McGraw-Hill Education.

Brookfield, S. (2011). Teaching for Critical Thinking: Tools and Techniques to Help Students Question Their Assumptions. San Francisco:  Jossey-Bass.

 

 

 

 

Skildu eftir svar