Kennsluaðferð – Chalk talk

Chalk talk

Aðferð: Chalk talk.

Flokkur: Samkvæmt flokkunarkerfi Ingvars Sigurgeirssonar myndi þessi aðferð flokkast undir hópvinnubrögð.

Tilgangur við kennslu:

  • Skapa námsandrúmsloft (upphaf)
  • Vekja áhuga
  • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
  • Úrvinnsla námsefnis
  • Upprifjun og minnisþjálfun
  • Efla leikni
  • Tilbreyting
  • Fá alla til þess að tjá sig
  • Kanna þekkingu – meta nám
  • Enda námskeið
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Stór pappírsörk/arkir eða krítartafla, post-it miðar og blýantar eða krítar.
x Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
  Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Fer eftir spurningum og þörfum þátttakenda
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir 6-8 Ótakmarkað

 

Markmið aðferðarinnar

Að fá alla þátttakendur til þess að tjá sig um ákveðið málefni eða ákveðna spurningu.

Að þátttakendur séu virkir og geti skrifað sínar skoðanir óhikað.

Lýsing

Chalk talk er þögul kennsluaðferð til þess að endurspegla, þróa hugmyndir og verkefni, meta nám eða leysa verkefni. Þessi aðferð hentar fyrir fjölbreytta hópa, hvort sem það eru námsmenn eða aðrir þátttakendur. Aðferðin hvetur þátttakendur til íhugunar vegna þess að algjör þögn ríkir með á henni stendur.

Leiðbeinandi útskýrir í stuttu máli að þessi aðferð sé þögul og því sé bannað að tala á meðan. Allir megi skrifa sína skoðun eins oft og þeir vilja en án þess að tala. Hann skiptir þátttakendum í hæfilega stóra hópa eða hefur allan hópinn saman. Hver hópur fær stóra pappírsörk með spurningu eða leiðbeinandi skrifar spurningu á krítartöflu. Leiðbeinandi réttir svo öllum krít eða leggur krítar hjá töflunni ef hann notar krítartöflu. Ef að pappírsörk er notuð lætur hann post-it miða og blýanta hjá hverjum hóp. Þátttakendur skrifa svo sínar hugmyndir á hvern miða og líma á örkina eða skrifa hugmyndir sínar á krítartöfluna. Líklegt er að löng þögn myndist en það er eðlilegt og mikilvægt er að hafa nægan tíma svo allir geti skrifað sínar hugmyndir og velt vöngum. Leiðbeinandi getur hvatt þátttakendur til þess að gera kross eða strika undir athugsemdir annarra ef þeir eru samála því það auðveldar honum að sjá hugmyndir hópsins í heild.

Þessi aðferð býður upp á ýmsa möguleika ef að hvetja á til umræðna eftir að allir hafa lokið við að skrifa sínar skoðanir. Leiðbeinandi getur annað hvort dregið sig í hlé allann tímann og látið hugmyndir þátttakanda þróast og haft svo umræður um þær. Eða með því að stoppa þá af og draga hring utan um áhugaverðar skoðanir eða hugmyndir. Þá gæti hann myndað spurningar í tengslum við þær hugmyndir og hvatt þátttakendur til þess að skrifa athugasemdir við þær.  Þá yrðu umræður mögulega hnitmiðaðar og farið dýpra í ákveðin sjónarhorn eða hugmyndir.

Afbrigði

Þessi aðferð svipar til Brainstorming þar sem leiðbeinandi/kennari skrifar á blað eða töflu opna spurningu og hvetur þátttakendur til þess að koma með allar þær hugmyndir sem þeim dettur í hug. Þar tekur leiðbeinandi/kennari þátt með því að skrifa hugmyndir þeirra niður og þátttakendur eru ekki hljóðir.

Heimildir

The religion teacher. (2012). The Chalk Talk Teaching Strategy. Sótt af http://www.thereligionteacher.com/chalk-talk/

Vimeo. (e.d). Transitions (long version): Management in the Active Classroom. Sótt af: https://vimeo.com/101233939

Teatchers network. (e.d).  Using Chalk Talk in the Classroom:
 An Opportunity to have a Conversation in Writing. Sótt af: http://teachersnetwork.org/ntny/nychelp/mentorship/chalktalk.htm

Changing Systems to Personalize Learning: Teaching to Each Student. (e.d). Chalk talk. Sótt af: https://www.csustan.edu/sites/default/files/writingprogram/Pages/documents/ChalkTalk.pdf

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: