Kennsluaðferð – lausnaleitarnám

Lausnaleitarnám- Problem-based learning

Aðferð: Lausnaleitarnám

Flokkur:  Leitaraðferð

Tilgangur við kennslu:

 • Vekja áhuga
 • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
 • Úrvinnsla námsefnis
 • Efla leikni í gagnrýnni hugsun, skrifum og samskiptum
 • Tilbreyting
 • Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
 • Kanna þekkingu – meta nám
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Blöð, penna, aðgang að tölvu og bókum. Efni sem á að ræða.
x Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
x Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Misjafnt
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir 5-8 Misjafnt eftir verkefni

 

Markmið aðferðarinnar

Markmið aðferðarinnar er að stuðla að sjálfstæði í námi og að efla þátttakendur í að takast á við vandamál í raunveruleikanum.

Lýsing

Lausnaleitarnám er aðferð sem byggist á umræðum hópa sem leiðir til lausnar á ákveðnum raunverulegum vandamálum. Þátttakendum er skipt í 5 – 8 manna hópa og er leiðbeinandinn/kennarinn aðeins til þess að leiðbeina um aðferðina en ekki til þess að finna réttu lausnina. Þátttakendur kryfja málefni og nýta reynslu sína og þekkingu til þess að öðlast dýpri skilning á málefninu en einnig þurfa þeir að greina það sem þeir vita ekki og þurfa þá að afla sér viðbótarþekkingar. Mikilvægt er að efnið sé í tengslum við flókið og raunverulegt  vandamál. Með því að hafa það óvenjulegt, ögrandi eða hæfilega flókið vekur það áhuga á umræðum um vandamálið sem leiðir þátttakendur að þeirri lausn sem þeir telja rétta.  Hvert vandamál sem lagt er fyrir í lausnaleitarnámi inniheldur sjö skref:

 1. Lesa vandamálið og finna út hvort allir hafi skilið það á svipaðan hátt. Ákveða hvort um vandamál sé að ræða
 2. Greina vandamálið nákvæmlega.
 3. Hópurinn skoðar hvaða þekking er til staðar. Gott að nota þankahríð (brainstorming) til þess, ekkert rétt eða rangt svar.
 4. Finna bestu leiðir til að afla upplýsinga
 5. Finna hugsanlega lausn á vandamálinu
 6. Hver og einn leitar lausna í bókum, á netinu eða með því taka viðtöl við þá sem hafa meiri þekkingu og skrifar niður þá þekkingu sem hann hefur aflað.
 7. Hver og einn kynnir þá lausn sem hann hefur fundið, munnlega eða skriflega. Umræður um vandamálið og lausnir sem aflað hefur verið leiða svo til lausna.

Þessi aðferð er góð leið í kennslu fullorðinna til þess að heimfæra námið og tengja það við raunveruleikan.

Afbrigði

Þessi aðferð er svipuð og þegar unnið er með klípusögur. Þar er verið að greina vandamál úr raunveruleikanum og reynt að finna bestu leiðina. Einnig svipar hún til efniskönnunar (project-based learning) sem byggist á sjálfstæðri upplýsingaleit þátttakenda um tiltekið efni.

Heimildir

University of Delaware. (e.d). The Motivation to Learn Begins with a Problem. Sótt af: http://www1.udel.edu/inst/

Lausnaleitarnám Problem-based learning. (e.d). Hvað er lausnaleitarnám? Sótt af: http://www.pbl.is/hvad.htm

Vimeo. (e.d). What is PBL? Sótt af: https://vimeo.com/groups/2350/videos/13097388

 

 

 

 

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: