Námskeiðið fer af stað

Það er allt að gerast hjá okkur núna…

Nú er málið fyrir alla að byrja að kynna sig á Facebook hópnum, og skrá sig hér á þennan vef. Á næstu dögum fer svo efnið að streyma hingað inn og umræðuþræðir verða til o.s.frv.

Við notum venjulegt blogg sem námskeiðsvef vegna þess að á námsbrautinni Nám Fullorðinna erum við að reyna að byggja upp námssamfélag á vefnum um fullorðinsfræðslu OG við viljum gefa nemendum tækifæri til að byrja að æfa sig í alls konar athöfnum sem leiðtogar gera. Eins og t.d. að blogga. Sömuleiðis að nota blogg í tengslum við nám sitt og starfsþróun. Þegar maður þekkir og skilur aðeins innviðina á bloggi eða vefum á netinu yfirleitt á maður auðveldara með að nota þá sér til gagns. Það er svona grunn hugmyndin. Viljir þú lesa aðeins meira um hugmyndir mínar um það að nota félagsmiðla í kennslu og af hverju við notum blogg og Facebook á námskeiðinu gætir þú lesið smá hér.

Svo er um að gera að lesa lýsingar á þemum námskeiðsins og mögulegum verkefnum.

Á næstu dögum koma nýjar upplýsingar hér og einhver verkefni í umræðuþráðum, sem undirbúningur fyrir staðlotuna.

Skildu eftir svar