Kennsluaðferð – Snjóboltaaðferðin

Snjóboltaaðferðin – Snowballing 

Aðferð: Snjóboltaaðferðin (snowballing)

Flokkur: Þessi aðferð myndi líklegast falla undir Umræðu- og spurnaraðferðina samkvæmt flokkunarkerfi Ingvars Sigurgeirssonar.

Tilgangur við kennslu:

  • Skapa námsandrúmsloft
  • Vekja áhuga
  • Miðla upplýsingum – kenna nýja þekkingu eða færni
  • Úrvinnsla námsefnis
  • Upprifjun og minnisþjálfun
  • Efla leikni
  • Tilbreyting
  • Kanna þekkingu – meta nám
  • Samvinna
Virkni nemenda

 

Nauðsynleg hjálpargögn og tæki

 

Blýantur/penni og blöð
X Sjálfstæðir og virkir
x Virkir
  Gagnvirkni milli kennara og nemenda Tími

 

Misjafnt eftir efni og fjölda þátttakenda.
  Nemendur Taka við Fjöldi þátttakenda Lágmark Hámark
  Nemendur Óvirkir   32

 

Markmið aðferðarinnar

Að víka sjónarhorn þátttakenda á því efni sem verið er að kenna eða að ræða um og að þátttakendur deili reynslu og skoðunum sínum með hópnum.

Að þátttakendur læri með því að ræða saman um tiltekið efni og komist að niðurstöðu með umræðum.

Lýsing

  1. Snjóboltaaðferðin er umræðuaðferð þar sem hver og einn þátttakandi skrifar niður vangaveltur sínar um ákveðna spurningu eða efni sem verið er að ræða um á námskeiði eða í kennslustund.
  2. Eftir nokkrar mínútur deila tveir og tveir saman vangaveltum sínum og ræða þær í ca 5 mínútur.
  3. Þá koma þeir tveir saman með öðrum tveim og mynda fjögurra manna hóp þar sem allir deila sínum hugmyndum og heyra sjónarhorn annarra í u.þ.b. 10 mínútur. Þar upplifa þátttakendur ólík sjónarhorn annarra sem stundum hefur áhrif á þeirra eigin sjónarhorn.
  4. Þegar tíminn er búinn koma saman tveir fjögurra manna hópar g mynda þá átta manna hóp. Þá deila hóparnir því sem fram fór í umræðunum og skoðunum sínum á málefninu.
  5. Eftir 20 mínútur koma tveir átta manna hópar saman g mynda þá sextán manna hópa þar sem hóparnir deila aftur sínum hugmyndum og ræða það sem er ólíkt og líkt með hópunum.
  6. Ef allir þátttakendur eru þrjátíu og tveir í heildina þá stoppar snjóboltinn í sextán manna hópum. Þegar hóparnir hafa rætt saman þá myndast umræður með öllum hópnum.

Þessi aðferð breytir oft skoðunum og hugmyndum þátttakenda um það málefni eða spurningu sem verið er að fjalla um. Þegar allir skrifa niður eigin skoðanir og ræða þær svo í hópum sem stækka sífellt fá allir að heyra skoðanir hvers annars og sjónarhorn þátttakenda víkkar.

Afbrigði

Þessi aðferð svipar til aðferðarinnar einn – fleiri – allir þar sem hver og einn þátttakandi byrjar á því að velta fyrir sér spurningu eða vandamáli. Svo bera þátttakendur saman niðurstöður sínar í smáum hópum og í lokin deila hóparnir umræðum sínum og niðurstöðum með öllum hópnum.

Heimildir

Brookfield, S. (2013). Powerful Techniques For Teaching In Lifelong Learning. England: McGraw-Hill Education.

Teaching channel. (e.d). Snowball Technique: Build Knowledge Increme. Sótt af: https://www.teachingchannel.org/videos/snowball-technique-teaching.

Cult of pedagogi. (2015). The Big List of Class Discussion Strategies. Sótt af: https://www.cultofpedagogy.com/speaking-listening-techniques/

 

Skildu eftir svar