Námskeiðslýsing

Námskeiðið
Föðurhlutverkið: Að vera virkur þátttakandi í lífi barns

Finnst þér þú eiga of lítinn tíma með barninu þínu?
Viltu fá tækifæri til að skoða föðurhlutverkið nánar með öðrum feðrum?
Viltu fá að vita hvers vegna þátttaka þín í lífi barnsins þíns skiptir máli?
Þá er þetta rétta námskeiðið fyrir þig
Á námskeiðinu munu þátttakendur:
• Fræðast um hvers vegna þátttaka feðra er mikilvæg í lífi barna
• Fá tækifæri til að setja upp áætlun fyrir þátttöku í lífi barna sinna
• Fá tækifæri til að ræða föðurhlutverkið
Námskeiðið fer fram laugardagana 6., 13. og 20. maí frá kl. 13:00- 17:00 í Félagsheimilinu Þingborg, Flóahreppi.
Námskeiðið kostar 10.000 kr. Innifalið í verði er fræðslan, ýmis gögn sem þátttakendur fá afhent, kaffi, kleinur og kex.
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigrún Helgadóttir, Uppeldis-og menntunarfræðingur, kennari og meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún í síma 6598942 eða á sigrhelg@gmail.com

Hugleiðingar um námskeiðslýsingu.
Áður en ég hófst handa við að skrifa námskeiðslýsinguna horfði ég á eftirfarandi youtube myndband. En þar talar Laura Turner um þætti sem geta nýst vel í því að búa til námskeiðslýsingu. Hún segir að mikilvægt sé að segja frá öllu því sem þér finnst áhugavert varðandi námskeið sem og að segja þeim sem munu sækja á námskeiðið hvaða þekkingu þeir munu taka með sér. Svo las ég leiðbeiningar frá Pappas (2015) en samkvæmt honum er góð námskeiðslýsing kannski það erfiðasta í öllu ferlinu. Hann leggur fram 7 þætti sem hafa skal í huga þegar búið er til námskeiðslýsingu.
1) Byrjaðu á ögrandi eða sannfærandi fullyrðingu
2) Notaðu lykilorð sem eru viðeigandi eða hvetja til virkni
3) Forðastu flókin orðaforða eða fræðilegt mál
5) Forðastu að óþarfa upplýsingar
4) Notaðu orð sem lýsa aðgerðum eða frasa
6) Hafðu þetta stutt og laggott
7) Talaðu beint við þáttakendur

Ég reyndi að fylgja þessum leiðbeiningum eins og en ég verð að viðurkenna að mér fannst frekar erfitt að koma lýsingunni niður á blað.
Ég ákvað að setja upplýsingar um leiðbeinanda námskeiðsins. Það eru upplýsingar sem mér finnst sjálfri mikilvægt að skoða áður en ég sæki námskeið. Ég vil fara á námskeið hjá fólki sem ég veit að hefur, menntun, þekkingu eða reynslu á því sviði sem fræðslan er og því fannst mér mikilvægt að það kæmi fram í námskeiðslýsingunni. Þá hafa myndir alltaf fangað athygli mína og því ákvað ég að setja inn mynd af föður og barni sem lýsir innihaldi námskeiðsins.

Heimildir:
Pappas, C. (2015, 12. febrúar). 7 Tips To Develop Attention Grabbing eLearning Course Descriptions. Sótt af https://elearningindustry.com/7-tips-develop-attention-grabbing-elearning-course-descriptions.

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: