Þjónustuverkefni – skráning fundargerða

Þjónustuverkefni

Nemendur í námskeiðinu höfðu val um að velja sér þjónustuverkefnum í tengslum við námskeiðið. Ég tók að mér að skrifa fundargerðir þrisvar sinnum á önninni. Ég skráði fundargerðir 23. febrúar, 30. mars og 28 apríl. Ég notaði forritið Sway við gerð fundargerða sem var nýtt fyrir mér en afar áhugavert forrit og þægilegt í vinnslu. Það tók mig smá tíma að læra að nota Sway þ.e. velja bakgrunn, texta og setja inn myndir en ég tel að ég muni nota Sway í framtíðinni enda afar hentugut verkfæri.

Ég var viðstödd tvo af fundunum þrem í fjarfundabúnaði Adobe Connect en var fjarverandi á einum fundinum. Ég undirbjó skrif fundargerða með því að vera búin að undirbúa Sway skjal fyrir fundina og skoða markmið eða dagskrá fundanna. Þegar ég var viðstödd fundina skrifaði ég fundargerðina jafn harðan og fundurinn rúllaði eins og mögulegt var en svo hlustaði ég á fundinn eftir á og lauk skrifunum. Það er mikilvægt að ritarastarfið hindri ekki þátttöku á fundunum. Þegar ég var fjarverandi skrifaði ég fundargerð eftir upptöku og fannst mér það mjög auðvelt enda hljóð oftast gott og þeir sem stjórnuðu tæknimálum pössuðu vel uppá upptökuna og færa hljóðnema til eftir þörfum.

Það er gott fyrir námsmenn að taka að sér þjónustuverkefni. Það veitir ákveðið aðhald og eykur samkennd enda nýtist sú vinna samnemendum vel. Það var t.d. gott fyrir mig að geta hlustað á fundina á netinu og svo lesið fundargerðir ef ég komst ekki á fundi og ég gat þá launað greiðann þegar ég sjálf var ritari. Það er líka þjálfun í að skipuleggja eigin námskeið og ýtir undir virkni þátttakenda ef þeir taka að sér einhver verkefni.

Gátlisti:

  • Ákveða forrit sem á að nota: Sway, powerpoint, word eða annað.
  • Undirbúa skjalið fyrir fundinn – stilla skjal; bakgrunn og textagerð, skrá dagsetningu og huga að myndum.
  • Tengja sig við Adobe Connect – mikilvægt að hafa góð heyrnatól og vera búin að tengja þau við tölvu áður en farið er inn á Adobe Connect svæðið.
  • Skrá fundargerð í skjalið jafn harðan eins og mögulegt er.
  • Hlusta á upptöku og ljúka fundargerðinni.
  • Vista skjal á vefsíðu námskeiðs sem bloggfærslu og haka við fundargerð.
  • Birta fundargerð á Facebook síðu hópsins og hvetja samnemendur til að lesa og koma með ábendingar ef einhverjar eru.
  • Leiðrétta og taka tillit til ábendinga frá þátttakendum námskeiðsins.

Drífa Þórarindóttir         Kt:160473-2909

Skildu eftir svar