Rannsóknargrein – „Faculty and student attitudes about transfer of learning“

Greinin „Faculty and student attitudes about transfer of learning“ fjallar um niðurstöður rannsóknar á mismunandi viðhorfum hákólakennara og nemenda þeirra til yfirfærslu.

Höfundar rannsóknarinnar eru þau Robin Lightner, Ruth Benander og Eugene F. Kramer eru samstarfsaðilar við háskólann í Cincinnati og var hvati rannsóknarinnr sá að kennarar upplifðu vandamál við yfirfærslu námsefnis milli námskeiða hjá nemendum.

Tilgangur rannsóknarinnar var því að skoða hversu lík viðhorf kennara og nemenda við sama skóla væru m.t.t til yfirfærslu og upplifun þeirra af mögulegum hindrunum.

Þátttakendur voru kennarar og nemendur við sama skóla.  Kennarar (n=45) voru starfandi í mismunandi deildum og bæði í fullu starfi og hlutastarfi.  Nemendur (n=265) voru einnig á mismunandi námskeiðum en meðalaldur þeirra var 27 ár og 60% konur.

Niðurstöður sýndu að töluverður munur er á milli viðhorfa hjá kennurum og nemendum varðandi yfirfærsluna.  Þótt nemendur teldu að námsefnið skaraðist að einhverju leyti við fyrra námsefni, þá virtust þeir ekki telja yfirfærsluna jafn mikilvæga og kennararnir.

Þegar spurt var út í mögulegar hindranir var einnig athyglisverður munur í svörum nemenda og kennara þar sem nemendur töldu mikilvægt að fókusera á séróskir kennara.

Rannsakendur benda á að niðurstöður þeirra sýni að mikilvægt sé að kennarar skapi tækifæri til yfirfærslu, sýni dæmi um hvernig hægt sé að tengja og nota þekkingu og veiti því jákvæða athygli þegar nemendur sjálfir sýna dæmi um það.

Rannsóknin er vissulega takmörkuð við yngri hóp fullorðinna (meðalaldur 27 ár) í háskólanámi og gefur kannski nokkuð einsleita mynd miðað við þann ólíka hóp sem fullorðnir námsmenn eru.  Engu að síður nýtast niðurstöður hennar við skipulagningu námsferla fyrir fullorðna þar sem niðurstöður minna á mikilvægi þess að markmið með námi og notagildi þess séu skýr.  Ekki er því nóg að sá sem kennir hafi áhuga á efninu og sjái hvernig hægt er að nota það, því þeir sem námið eru hannað fyrir verða einnig að sjá hvernig þeir geta notað það sem þeir læra og sjá hag sinn í því.  Niðurstöður ítreka jafnframt að gera þarf ráð fyrir yfirfærslunni í námferlinu sjálfu og kennsla efnis þarf einnig að innihalda kennslu í yfirfærslu. .

Sjá nánar hér:

Hildur Ólafsd – Rannsóknargrein – Faculty and student attitudes about transfer of learning

Skildu eftir svar

%d bloggers like this: