Bókarýni – „How learning works. Seven research-based principles for smart teaching“

Bókin „How learning works. Seven research-based principles for smart teaching“ er samkvæmt höfundum hennar skrifuð fyrir alla þá sem sem hafa áhuga á námsferlum og vilja öðlast betri skilning á hvernig fólk lærir.

Höfundar bókarinnar eru allir með langa reynslu af ráðgjöf og stuðningi við háskólakennara og byggt á þeirri reynslu, setja höfundar upp sjö lögmál.   Hvert lögmál hefur einn kafla sem hefst á tveimur dæmisögum þar sem aðal söguhetjurnar eru ráðþrota prófessorar að takast á við það verkefni að kenna ungu fólki í háskóla.  Á eftir dæmisögunum greina höfundar vandamálið í þeim, skoða tengdar rannsóknir og hvað þær ráðleggi til lausnar vandanum.

Þrátt fyrir að bókin sé skrifuð með ráðleggingar til háskólakennara í huga, þá er hún skýr og praktísk og auðvelt að lesa hana með fullorðna námsmenn í huga og jafnframt er auðvelt að yfirfæra lögmálin yfir á vinnuaðstæður.

Nánar hér:

Hildur Ólafsd. – Bókarýni – How learning works

 

Skildu eftir svar