Farið á dýptina – umræðuþráður um kynningu á rannsóknargrein

Mynd: www.maloneymethod.com (blogg um kennslu)

Markmiðsgerð og gildi námsmarkmiða í hönnun námsferla.

Námsmarkmið eru ekki bara einhverjar léttvægar skylduupplýsingar um það sem er að fara að gerast í ákveðnu námsferli. Þau eru grunnurinn að sjálfu ferlinu. Ef þú smellir á krækjuna hér munt þú heyra kynningu á rannsóknargrein sem fjallar um gildi námsmarkmiða (lengd: 10 mínútur). Eftir að þú ert búin/n að hlusta vinsamlegast taktu þátt í umræðum um efnið hér í þessum umræðuþræði. Svaraðu eftirfarandi tveimur spurningum og/eða bættu við innlegg annarra þátttakenda:

  1. Hvað er athyglivert í niðurstöðum rannsóknarinnar?
  2. Hvað getum við lært af rannsókninni?

8 athugasemdir við “Farið á dýptina – umræðuþráður um kynningu á rannsóknargrein”

  1. Sæll Þorvaldudur og takk fyrir mjög svo greinagóða kynningu á rannsóknargreininni. Þú talar skýrt, röddin er þægileg og þú ert hnitmiðaður og með skýra kynningu sem gefur manni góða mynd af rannsókninni og niðurstöðum hennar.
    1.Hvað er athyglivert í niðurstöðum rannsóknarinnar?
    Það var í sjálfu sér ekki margt sem mér þótti athyglisvert en niðurstöður styðja mikilvægi þess að nemendur séu meðvitaðir um þau námsmarkmið sem lögð eru til grundvallar kennslu eins og kemur fram í námsefninu. Eins og kemur skýrt fram í Adult learnin bókinni, að byggja ofan á þá þekkingu sem þátttakendur taka með sér inn í kennsluna. Mér þótti áhugaverð umræða þín um gerð markmiða og stýringu að ofan. Við í leikskólunum höfum námsskrá og yfirmarkmið eru skýr en við höfum aðeins frjálsari hendur en t.d. grunnskólastigið hvað varðar markmiðasetningu og leiðir til árangurs. Hvað varðar mikilvægi þess að nemendum sé gerð grein fyrir markmiðum kennslunnar þá sjáum við það strax í leikskólanum hvað börnunum gengur betur ef þau vita hvað býður þeirra. Að fara inn í verkefni með börnunum með því að upplýsa þau um markmið dagsins og hvaða leiðir verða farnar til að ná þeim veitir öryggiskennd og því meiri líkur á að börnin nái markmiðunum og séu sátt. Þetta á því við um öll skólastig og ekki síður fullorðinsfræðslu eins og rannsóknin sýnir greinilega.
    2.Hvað getum við lært af rannsókninni?
    Ég held ég hafi lært að einblína á mikilvægi þess að setja skýr markmið og að upplýsa þátttakendur um markmiðin og leiðir að þeim. Já og ekki er síðra ef þátttakendur fá tækifæri til að hafa áhrif á hvaða leiðir þeir fara til að ná markmiðunum – að boðið sé uppá fjölbreyttar aðferðir og verkefni. Talandi um stýringu að ofan og vandkvæði tengdum þeim af hálfu kennarastéttarinnar sem þú nefndir, þá á sama við um nemendur. Þeir þurfa að fá tækifæri til að taka þátt í markmiðasetningu fyrir sitt nám að einhverju leiti til að auka líkur á að áhugi verði til staðar og auknar líkur séu á að þeir nái markmiðunum. Skólar eru farnir að horfa meira á þátttöku nemenda í markmiðasetningu sem er jákvætt en passa þarf samt að þetta verði ekki yfirborðskennd vinna þar sem nemendur upplifa að sveigjanleikinn og fjölbreitnin sé nánast engin og allir enda með nánast sömu markmið.
    Kveðja Drífa

  2. Hvað er athyglivert í niðurstöðum rannsóknarinnar?
    Í Rauninni fanst mér ransókninn stiðja við það sem maður þegar veit en er kannski ekki duglegur að gera sjálfur. Þetta var því mjög góð áminning um mikilvægi námsmarkmiða. Ég tek undir með Drífu hvað varðar að byggja ofan á þá þekkingu sem þegar er og taka með sér í kennsluna. Ég er einnig sammála Þorvaldi að hvað varðar að námsmarkmið séu oft ofanfrá, háleit og að mínu mati jafnvel óskiljanleg fyrir lesandann. Því tel ég að það sé afar mikilvægt að nemendur séu þátttakendur í eigin námsmarkmiðum.
    Til gamans þá las e-h tíman grein um að það er einnig gott að ákveða hvað þú vilt fá í verkefni eða prófi áður en þú ferð að læra undir það eða skrifa verkefnið því þá ert þú að senda þau boð til heilans að hann þurfti að taka svona vel eftir til að uppfilla þau markmið/kröfur sem þú ert að setja þér. Ég man ómögulega hvar þetta kom fram en ef ég finn það deili ég því með ykkur. Hugsunin þar var að í stað þess að husga sér alltaf lægstu einkun þá að setja sér hærri markmið um betri einkun.

    Hvað getum við lært af rannsókninni?
    Fyrir mig var þetta áminning um mikilvægi markmiða eins og ég tók fram og einmitt að þau þurfa að vera skýr eins og við höfum verið að læra. Mér finst það einnig tengjast inn á innri drifkraftin okkar að þegar við byggjum markmið út frá okkar innri drifkrafti þá erum við líklegri til að ná þeim. Þannig markmiðin þurfa að tengjast okkur persónulega. Ég tel því afar mikilvægt að nemendi fái að taka þátt í eigin námi og sinni markmiðsetninguni líkt eins og Drífa talar um til að virkja innri drifkraft og hvata til að nám eigi sér betur stað.

  3. Sæll Þorvaldur

    Bestu þakkir fyrir kynninguna þína. Þú talaðir mjög skýrt og skilmerkilega. Niðurstöðurnar komu mér nú ekkert sérstaklega á óvart en þær hljóta samt að segja okkur sem erum að hanna námskeið fyrir aðra, hversu mikilvægt það er fyrir okkur að vera með skýr markmið sem þátttakendur eru vel meðvitaðir um.

  4. Sælar Drífa og Rakel og takk fyrir góðar athugasemdir.
    Gaman að fá sjónarhorn leikskólans í umræðuna. Þið nefnið báðar mikilvægi þess að fá nemendur til að vinna með í markmiðssetningunni. Þetta hefur mjög oft verið til umræðu en einhvern veginn ekki náð að festast almennilega í sessi. Séð út frá grunnskólanum þá er stýringin í námi nemenda afar mikil og ,,of mikið frjálsræði“ er fljótt að verða stimplað sem einhver lausung. Skipulagsheildir eru íhaldssamar í eðli sínu og berjast af kjafti og klóm gegn breytingum á sama tíma og kvartað er yfir stöðnun. Víða er þó verið að gera góða hluti og skólaþróun er vissulega í gangi en ég held að við sem störfum í skólakerfinu séum of oft ginkeypt fyrir skjótfengnum lausnum á kostnað ígrundunar um skólastarf og þrautseigju í framkvæmd þess.
    En aftur að þessu með nemendur og markmiðssetningu. Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að þeir geti komið að gerð markmiða í námsferlinu, þ.e. verið sannur samstarfsaðili kennarans? Það gæti gengið í fullorðinsfræðslunni en ég er mjög efins þegar kemur að börnum og unglingum í sambandi við það að byggja ofan á fyrirliggjandi þekkingu. Meira að segja í fullorðinsfræðslunni verðum við að ,,aflæra“ ýmislegt sem við kunnum nú þegar. Er það ekki sitthvor hluturinn að búa til námsmarkmið fyrir námsferli annars vegar og svo hins vegar að styðja við markþjálfun eins og mér sýnist Rakel vera tala um varðandi það að ákveða hvaða einkunn maður vill fá í verkefni eða prófi? Verður það ekki alltaf svo að námsferli (á hvaða stigi sem það er) er hannað til að uppfylla ákveðnar þarfir eða vandamál en, eins og Drífa kemur inn á, þá er mikilvægt að bjóða upp á fjölbreyttar leiðir og möguleika fyrir nemendur svo áhuga og virkni sé viðhaldið?

    Bestu kveðjur,
    Þorvaldur.

  5. Sæl Þorvaldur
    Já skemmtilegar pælingar. Varðand markmið fyrir námsferil þá er þau gerð af kennaranum og kannski ekki miklir möguleikar fyrir nemendur að hafa bein áhrif því hendur kennarans eru að mörgu leiti bundnar (að ofan). Möguleiki er samt að nemendur geri ákveðin markmið um væntingar til eigin frammistöðu t.d. hve margar bækur hann hann stefnir á að lesa á viku, hvað hann stefnir á að ná mörgum atkvæðum á mínútu, hvað hann stefnir á að synda margar ferðir á ákveðnum tíma eða jafnvel gert sér tímaáætlun um hvenær hann ætlar að vera búinn að ná ákveðinni færni s.s. að læra margföldunartöfluna eða setja sér markmið um ákveðna lokaeinkunn. Hvað leiðir eru farnar að markiðunum er kannski eitthvað sem nemendur á öllum aldri geta mótað með kennara sínum. Hann hefur möguleika á að velja sér ákveðin verkefni og þá út frá áhugasviði og færni. Einnig í hvaða röð hann skilar ákveðnum fjölda verkefna. Svo er það auðvitað kennarans að útfæra fjölbreytt verkefni eins og við höfum rætt til að viðhalda áhuga fyrir viðfangsefninu. Allt tekur þetta tíma og eins og þú nefndir þá erum við ginkeypt fyrir skjótfengnum lausnum því verkefnin eru mörg og kennari þarf að forgangsraða, þannig er bara raun-staðan. En já allavega eru margir að gera góða hluti í skólaþróun og gaman að fylgjast með.. vega og meta.
    Með kveðju
    Drífa

  6. Sæll Þorvaldur og takk fyrir skýra og nákvæma kynningu á þessari rannsókn.
    Mér fannst hún vera góð upprifjun á markmiðum og leggja meiri áherslu á hversu mikilvæg markmið eru. Ég er sammála umræðunni hérna að ofan að þau eru oft háleit og óskiljanleg fyrir námsmanninn. Þetta þarf maður að taka með sér í gerð námskeiða.

  7. Skemmtinlegt að þú skyldir velja þér grein frá Niegeríu. Það er ekki oft eða ég held bara að ég hafi ekki lesið greinar frá Afríku 😉
    Niðurstöður styðja við aðrar rannsóknir sem hafa verið gerðar og því koma þær ekki á óvart. En það sýnir okkur þegar við erum að balsa við námsmarkmiðin hversu mikilvægt er að hafa þau skýr fyrir nemendurna. Þar sem kemur fram hversu mikilvægt það er fyrir þá að vita hvað þeir eru að fara að læra og hver útkoman á að vera.
    Þetta hvetur til þess að námsmarkmið séu vel skrifuð og skiljanleg fyrir kennara og nemendur.

  8. Sæll Þorvaldur.
    Takk fyrir að deila þessari áhugaverðu rannsóknargrein og niðurstöðum hennar með okkur.
    Ég er sammála þér um að niðurstöður rannsóknarinnar koma ekki á óvart. Það er virkilega mikilvægt fyrir nemendur að vita hver markmið námsins eru þannig að þeir viti hvert þeir eru að stefna og hvaða kröfur eru gerðar um árangur.
    Í starfi mínu sem grunnskólakennari hef ég unnið mjög mikið með markmið og tekið þátt í að búa til ,,skiljanleg“ markmið fyrir nemendur mína. Þá á ég við að búta hæfniviðmið Aðalnámskrár Grunnskóla niður í smærri einingar og orða þannig að nemendur og foreldrar skilji þau vel.
    Ég kenni íslensku og skipti námi vetrarins niður í lotur þar sem verið er að vinna með ákveðna þætti aðalnámskrár. Nemendur mínir eru til dæmis að vinna með ritun og lestur í þeirri lotu sem við erum stödd í núna. Í byrjun hverrar lotu útskýri ég lotuna, hver markmiðin eru, námsmat, námsefni og skipulag kennslunnar. Í lok hverrar lotu skrái ég árangur nemenda í Mentor þar sem námsmarkmiðin mín eru og nemendur og foreldrar geta þannig fylgst vel með hvernig staðan er. Mér finnst nemendur mínir vera meðvitaðir um hvernig þetta námsmat virkar og til hvers markmiðin eru. Nemendur vilja ná markmiðunum og leggja sig fram.
    Aníta.

Skildu eftir svar