Kafli 6 í Adult learning

Sæl öll saman.

Ég ákvað að stíga út fyrir þægindarammann og skrifa smá blogg.

Í kafli 6 í bókinni Adult learning er verið að tala um sambandið á milli reynslu og lærdóms og það eru nokkrir punktar sem standa upp úr hjá mér eftir að hafa lesið kaflann, ein af ástæðunum er sú að þetta eru atriðið sem komu upp í tíma hjá Hróbjarti þegar við vorum að ræða um nám og lærdóm fullorðinna. Hróbjartur var að spyrja okkur af hverju við vitum það sem við vitum um nám, þá „bara vissi“ ég þetta og gat ekkert sagt meira um það. Með lestri á þessum köflum fékk ég meiri skýringar á því af hverju ég „bara veit“ þetta. Ég er leikskólakennari og er Dewey (learning by doing) einn af þeim gæjum sem ég horfi mikið upp til, því ég tel að með því að leyfa börnum að prufa sig áfram með tilraunum, spurningum og umræðum þá læra þau mest og held ég það sé svipað með fullorðna.  Á bls 105 stendur „En það var hins vegar John Dewey sem í bók sinni Experience and Education (1938) sem hafði mestu áhrif á það hvernig við skiljum hlutverkið reynsla og lærdómur. Hann sá lærdóm sem ferli í gegnum allt lífið með því að nýta sér og aðlaga fyrri reynslu að nýjum aðstæðum“.

Við erum alltaf að læra í gegnum lífið og með reynslu byggjum við grunn að nýju námi. Knowles (bls. 106) segir „að í gegnum árin (með aldrinum) göngum við í gegnum alskonar lífsreynslur sem geta dregið úr lærdómi en einnig lífsreynslur sem ýta undir lærdóm“. Ég tel að þarna sé verið að tala um þann ólíka bakgrunn sem fullorðnir hafa, þá reynslu sem þeir hafa öðlast í gegnum lífið og það þarf að taka tillit til þess bakgrunns þegar við erum að skipuleggja nám fyrir fullorðna. Hvað er það sem dregur fullorðna til náms, það getur verið bæði góð og slæma lífsreynsla sem hvetur fólk til að skilja/læra meira.

Í kafla 6 fannst mér líka áhugavert þegar verið var að tala um Reflective Practice, reflection-on-action og reflection-in-action eru tvö lykilatrið þeirrar kenningar. Reflection-on-action þýðir, hvað hugsar einstaklingurinn um lífsreynsluna/upplifunina eftir að hún gerist og svo ákveður hann hvort eitthvað svipað eða öðruvísi verði gert í framtíðinni. Reflection-in-action þýðir, sú pæling/hugsun sem á sér stað í núinu (reynslunni) hjá einstaklingnum og getunni til að breyta. Ég held að það sé þetta sem á sér stað þegar einstaklingur fer út fyrir þægindarammann til að fá aukna reynslu/þekkingu. Hann sér að það sem hann er að gera og hefur alltaf gert er ekki að virka þannig hann verður að gera breytingu, sem getur verið erfið, til að ná árangri.

Einnig var talað um Communities of practice, ég held að styrkleiki þessarar kenningar sé að fólk komi saman og deili reynslu. Það hafa allir ólíkan grunn, þannig fjölbreytileikinn er mikill og það geta myndast miklar bæði skemmtilegar og erfiðar umræður. Communities of practice á sér stað alltaf í okkar daglega lífi t.d. í vinnunni, fjölskyldunni, skólanum o.s.frv. Þannig geta þeir sem vita meira dregið þá sem vita minna hærra upp í þekkingu. En það er smá galli á þessari kenningu því hvernig vitum við að sá sem er að tala/segja frá sé að segja rétt frá, hvar fékk hann þessa vitneskju? Geta þessar nýju upplýsingar jafnvel gert meiri skaða en gott?

Kveðja Agga

7 athugasemdir við “Kafli 6 í Adult learning”

  1. Þetta eru mjög áhugavert. Ég hef í mínu starfi einmitt velt mikið fyrir mér hvernig sé best að koma til móts við fullorðna nemendur svo reynsla þeirra fái að nýtast þeim sem best. Fræðimenn virðast leggja misjafnan skilning í hvernig nám byggt á reynslu fer fram. (sjá 7. kafla í bókinni Learning in Adulthood, Reynsla og nám) en þar koma m.a. fram sjónarhorn Dewey, Kolb og Fenwick o.fl. sem vekja upp spurningar um eðli reynslunnar. Ég hef alltaf verið hliðholl námskenningunni um hugsmíðahyggju en þar er m.a. lögð áhersla á að einstaklingurinn byggi upp þekkingu á þeim reynsluheimi sem hann lifir í, ígrundi reynslu sína og skapi nýja þekkingu út frá ígrundun sinni.

  2. Mjög fín samantekt hjá þér Agga.
    Mér fannst kenningin um communities of practies í lokinn áhugaverð og fékk mig til að hugsa um það sem við höfum áður lært um foreldrafræðslu. Það að vettvangur foreldrafræðslu (sem er hluti af fullorðinsfræðslu) sé þannig að foreldrar fái tækifæri til að koma saman og ræða um foreldrahlutverkið og uppeldi. En eins og þú talar um geta umræður þróast þannig að rætt er um hluti sem eru ekki endilega sannir eða samkvæmt óáræðanlegum heimildum. Þess vegna er mikilvægt að það sé einhver sem getur stýrt umræðunni og getur vitnað í fræði og hvað rannsóknir hafa sýnt fram á sbr. foreldrafræðari.

  3. Frábær samantekt á sjötta kafla Agga, og ég er sammála ykkur stelpur Agga og Sigrún varðandi tækifæri til að tala saman. Mér finnst einnig mikilvægt að það sé e-h sem hefur umsjón með þeim samræðum því oftar en ekki eru umræðurnar eins og þið töluðu um jafnvel ekki sannir eða byggðar á röngum grunni, að mínu mati geta þetta líka verið tilfinningahlaðnar umræður og of auðvelt að rata af sporinu.

  4. Bara frábært hjá þér! Þú ert nú bara fæddur bloggari 😉
    En er líka sammála ykkur um hversu mikilvægt það er fyrir foreldra/fullorðna að fá að koma saman og ræða reynslu og upplifanir. Einnig að það sé einhver sem er að stýra umræðunum sem hefur vitneskju (fræðin) á bak við sig, því eins og er sagt í bókinni er erfitt að segja hvað sé rétt eða rangt um það sem fólk er að segja.

  5. Virkilega gott blogg hjá þér Agga 🙂

    Mér finnst þetta góður punktur hjá Knowles „að í gegnum árin göngum við í gegnum allskonar lífsreynslur sem geta dregið úr lærdómi en einnig lífsreynslur sem ýta undir lærdóm“. Einmitt þetta að við erum með svo svakalega breiðan hóp af fólki sem hefur allskonar reynslu, og þar kemur inní okkar meðvitund til annarra til að gera námskeið sem hæfir svona breiðum hóp.

  6. Skemmtilega skrifað hjá þér Agga og mjög áhugavert 🙂

    Ásamt því sem þú minnist á þá var ég líka hrifin af reynslunámshring Kolb (e. Kolb’s experiental learning cycle), ekki síst eins og hann er settur fram á bls. 125, en þar er farið í gegnum það hvernig kenna má ,,allt um kring“ til að höfða til mismunandi námsstíla einstaklinga. Það er að sjálfsögðu gert til að skapa kraftmeiri og áhrifaríkar námsupplifanir fyrir fullorðna námsmenn líkt og segir í bókinni.

Skildu eftir svar