1, 2 og allir
Aðferð: 1, 2 og allir
Flokkur: Hópavinnuferli
Tilgangur við kennslu:
- Skapa náms andrúmsloft (upphaf)
- Vekja áhuga
- Úrvinnsla námsefnis
- Upprifjun og minnisþjálfun
- Kanna þekkingu – meta nám
Virkni nemenda
|
Nauðsynleg hjálpargögn og tæki
|
BLöð og penna fyrir nemendur | ||
Sjálfstæðir og virkir | ||||
x | Virkir | |||
x | Gagnvirkni milli kennara og nemenda | Tími
|
15-30mín | |
Nemendur Taka við | Fjöldi þátttakenda | Lágmark | lágmark | |
Nemendur Óvirkir | 3 | 100+ |
Markmið aðferðarinnar
Markmið þessarar aðferðar er að auka virkni og þátttöku nemenda.
Lýsing
Nafnið á aðferðinni kemur út frá þeim skrefum sem það inniheldur. Aðferðin er byggð á þremur skrefum:
- Nemendur velta fyrir sér spurningu sem kennari hefur lagt fyrir. Í fyrsta skrefinu er mikilvægt að þátttakendur beri ekki saman bækur heldur vinni sjálfstætt, þeir fá nokkrar mínútur til að velta fyrir sér spurningunni. Nemendur geta skrifa niður hugmyndir sínar eða teiknað þær upp.
- Annað skref felst í því að nemendur para sig saman, tveir og tveir. Þeir ræða saman hugmyndir þeirra sem komu upp. Þeir bera saman það sem þeir skrifuðu og koma sér saman um hver sé besta, mest sannfærandi eða framúrskarandi niðurstaðan.
- Í þriðja skrefi deila nemendur niðurstöðum. Eftir að tveggja manna hóparnir hafa unnið í nokkrar mínútur og komist að sameiginlegri niðurstöðu biður kennari hvern hópinn um að kynna þær fyrir öllum hinum nemendunum. Kennari spyr oft eftir hverja kynningu hvort aðrir nemendur vilji bæta eitthverju við eða hafa skoðað hlutina frá öðru sjónarhorni.
Hafa þarf í huga við notkun þessar aðferða að hverju þrepi er einungis ætlað nokkrum mínútum. Þessi aðferð er margnota í mismunandi tilgangi, til dæmi tillögugerð, hugmyndasöfnun eða við notkun opinna spurninga.
Heimildir
Ingvar Sigurgeirsson. (2013). Litróf kennsluaðferðanna. Reykjavík: Iðnú.
Kaddoura, M. (2013). Think pair share: A teaching learning strategy to enhance students’ critical thinking. Educational Research Quarterly, 36(4), 3.