Bókarýni – Stories in transformative learning

Bókarýni

Kroth, M. og Cranton, P. (2014). Stories of transformative learning. Rotterdam: Sense Publishers.

Stories of transformative learning er skrifuð fyrir þá sem vinna í eða að fullorðinsfræðslu. Höfundarnir Micheal Kroth og Patricia Cranton hafa mikla starfsreynslu á sviði fullorðinsfræðslu og skrifað fjölmargar bækur og greinar á því sviði.

Bókin er hagnýt í áfanganum skipulagning og framkvæmd fræðslu fyrir fullorðna. Hún tengist inn á þemu námskeiðsins og fjallar um umbreytingar nám sem er sú námskenninga sem er ein mest rannsakaðasta í fullorðinsfræðslu. Umbreytingar nám á sér stað á fullorðinsárunum og þarna tengist kenningin strax við hluta námskeiðsins þar sem fjallað er um hvað er nám, „um nám fullorðinna”, hvernig lærir fólk… og sérstöðu náms á fullorðinsárum. Bókin tengir frásagnaraðferð við umbreytingar nám og lýsir því hvernig hægt er að nota hana í kennslu, hún fjallar þannig um aðferð sem fullorðnir nota til þess að læra, í hvaða umhverfi og hvernig. Þar kemur hún inn á þemu námskeiðsins sem tengjast hönnun námsferla og nýtist við gerð námsferla fyrir fullorðna. Höfundar benda á tvær leiðir til þess að nota þetta ferli í kennslu. Það er annars vegar að setja upp umhverfi í kennslustofunni (eða hvar sem fræðslan er) þar sem fólk upplifir breytileg sjónarmið í gegnum sögur. Hins vegar er hægt að segja sögur af umbreytingar námi í raunverulegum aðstæðum í kennslunni og nota þær í umræðum.

Bókin byggist á 10 raunverulegum sögum. Sögurnar eru látnar standa eins og þær voru skrifaðar og allar breytingar gerðar í samræmi við höfunda þeirra. Þetta gefur bókinni skemmtilegan karakter og er einstök, hún er auðlesin og skemmtilega öðruvísi. Ég mæli með bókinni fyrir alla þá sem starfa við fullorðinsfræðslu eða hvern þann leiðtoga eða leiðbeinanda sem vill styðja við þroska „lærisveins”. Bókin er einnig skemmtileg aflestrar fyrir alla sem hafa áhuga á reynslusögum, jafnvel ævisögum eða bara fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig hægt er að breyta lífi sínu til hins betra.

SóleySvansdóttir-Bókarýni

Ein athugasemd við “Bókarýni – Stories in transformative learning”

Skildu eftir svar