Hóphugarkort
Aðferð: Hóphugarkort
Flokkur: hópvinnubragð
Tilgangur við kennslu:
- Skapa náms andrúmsloft
- Vekja áhuga
- Úrvinnsla námsefnis
- Upprifjun og minnisþjálfun
- Heimfæra að þekktum aðstæðum og laga að raunaðstæðum
- Enda námskeið
Virkni nemenda
|
Nauðsynleg hjálpargögn og tæki
|
Blöð, pennar, litið blöð, skæri, lím | ||
x | Sjálfstæðir og virkir | |||
x | Virkir | |||
Gagnvirkni milli kennara og nemenda | Tími
|
1 klst. | ||
Nemendur Taka við | Fjöldi þátttakenda | Lágmark | Hágmark | |
Nemendur Óvirkir | 4 | 10 |
Markmið aðferðarinnar
Markmið hóphugarkorts er að nýta sem best þekkingu hvers einstaklingins fyrir sig og svo hópsins sem heild, fá það besta fram frá hverjum og einum og búa svo til eitt hugarkort í sameiningu.
Lýsing
Hver og einn byrjar á að útbúa sitt hugarkort með því að skrifa niður allar hugmyndir sínar og er það gert til að tryggja að allar hugmyndir hópsins fái að njóta sín. Eftir að hver og einn hefur útbúið sitt hugarkort er eitt stórt hugarkort fyrir hópinn búið til. Hópurinn skoðar kortið í sameiningu á gangrýnin hátt og finnur niðurstöður um eitt hugarskort sem allir þátttakendur eru sammála að sé besta útgáfan. En mikilvægt er að passa upp á gagnrýni sé aðeins undir lokin til að koma í veg fyrir að þátttakendur dragi sig ekki í hlé. Hópahugarkort er kjörin í notkun til þess að aðstoða þátttkendur á námskeiði að rifja upp og skipurleggja hugmyndir sínar. Þetta skapar umræður ásamt því að hjálpar þátttakendum að yfirfæra þekkingu heim á daglegt líf.
Heimildir
Hróbjartur Árnason. (2011). Virkum þátttakendurna. Nokkrar hugmyndir og aðferðir til að virkja þátttakendur á námskeiðum, í málstofum og á fundum. Sótt af https://dl.dropboxusercontent.com/u/3415448/VirkjumThatttakendurna2010.pdf