Námskeiðslýsing
Mataræði barna 0-2 ára.
Upphaf að heilbrigðum matarvenjum, matreiðsla, skipulag og næringarlegur grunnur.
- Átt þú barn sem er að fara byrja borða eða er nýlega farið að borða?
- Hefur þú áhuga á að læra elda næringarríkan mat fyrir barnið þitt og alla fjölskylduna?
- Langar þig til þess að minnka kostnað og matarsóun með því að skipuleggja þig fram í tímann?
- Þá er þetta námskeið fyrir þig!
Mataræði barna 0-2 ára er námskeið fyrir foreldra sem vilja stuðla að heilbrigðu mataræði fyrir barnið sitt og fjölskylduna í heild með aukinni þekkingu á næringarlegum þörfum barna sinna og hvernig hægt sé að elda næringarríkan mat. Á námskeiðinu er lögð áhersla á samskipti foreldra og barna og hvernig hægt sé að auka gæðastundir fjölskyldunar.
Nánari upplýsingar:
Upphaf að heilbrigðum matarvenjum, matreiðsla, skipulag og næringarlegur grunnur lýsir því hvernig námskeiðið mun hjálpa þér að byrja gefa barninu þínu að borða þegar barnið er tilbúið til þess, hverjar næringarlegu þarfir barnsins eru og hvaða aðferðir eru notaðar til þess að gefa ungum börnum að borða. Farið verður yfir helstu aðferðir til þess að matreiða fyrir ung börn, hvernig á að velja „rétt” hráefni ásamt því að skipuleggja vikumatseðla og innkaup eftir því. Námskeiðið er dreift á fjóra daga frá klukkan 11 til 14 og barnið þitt er velkomið með á námskeiðið!
Námskeiðið er opið fyrir alla verðandi foreldra og foreldra barna á aldrinum 0-2 ára og einnig fyrir hópa. Námskeiðið er tvískipt, annars vegar eru haldnir fyrirlestrar og hins vegar verklegar æfingar þar sem þið lærið að matreiða næringarríkan mat með nokkrum mismunandi eldunaraðferðum. Ekki er gert ráð fyrir sérstakri forþekkingu á næringu barna, reynslu eða matreiðslukunnáttu þar sem farið verður yfir öll helstu grunnatriði á námskeiðinu. Þið þurfið þá ekki að eiga nein sérstök áhöld eða tæki og er hráefniskostnaður innifalinn í námskeiðsgjaldi, sem er 15.000 kr á hvert par en 10.000kr á einstakling.
Markmið námskeiðsins:
Að þú hafir aflað þér þekkingar og skiling á:
- Næringarlegum þörfum ungra barna.
- Helstu aðferðum til þess að gefa ungum börnum að borða og hvaða búnað og tæki þarf til þess að elda næringarríkan mat fyrir ung börn.
- Uppeldisfræðilegt gildi þess að börn séu þátttakendur í fjölskyldu máltíðum og undirbúningi þeirra.
Að þú hafir öðlast leikni í að:
- Skipuleggja matseðil og innkaup fyrir að minnsta kosti eina viku í einu.
- Velja næringarríkt hráefni fyrir ung börn og geta meðhöndlað hráefnið á viðeigandi hátt.
- Elda næringarríkan mat fyrir ung börn með að minnsta kosti fjórum aðferðum.
Leiðbeinandi er Sóley Kjerúlf Svansdóttir
S: 8479361
Email: sos36@hi.is
Blogg – hvað lærði ég um gerð námskeiðslýsingar?
Þegar ég byrjaði var ég að hugsa meira um námskeiðslýsingu heldur en auglýsingu. Ég hugsaði að ég myndi setja fram tvær mismunandi lýsingar, annars vegar auglýsingu og hins vegar námskeiðslýsingu þar sem hægt væri að taka textann og notfæra í auglýsinguna. Þegar ég var komin með námskeiðslýsingu og ætlaði að skrifa auglýsingu þá átti ég erfitt með að henda einhverjum texta út en ég nýtti mér greinar sem Hróbjartur benti á dijgo ásamt því að leita sjálf að efni til að bæta við gagnagrunninn -> https://www.diigo.com/profile/hrobjartur/Námskeiðslýsingar
Strax við fyrstu leit komu upp 7 atriði til að hanna námskeiðslýsingar sem grípa athygli eftir Christopher Pappas (12.02.2015). Þessi atriði eru eftirfarandi:
- Byrja á spennandi og sannfærandi staðhæfingu sem grípur athygli.
- Innihalda lykilorð sem tengjast efninu og eru hvetjandi.
- Forðast flókið orðalag.
- Notaðu einfalda frasa.
- Forðastu endurtekningu.
- Hafðu lýsinguna stutta og einfalda.
- Talaðu beint til lesenda.
Þessir punktar eru gott viðmið til að hafa, ég breytti til dæmis lýsingunni minni á þann hátt að ég var með mjög langan og flókinn texta þar sem ég talaði ekki beint við lesandann. Það var mjög gott að lesa yfir atriðin og fá nánari lýsingu á þeim.
Atriði sem ég vildi taka fram voru stutt lýsing á námskeiðinu ásamt nánari lýsingu með öllum nauðsynlegu upplýsingum. Þá langaði mig að koma fram markmiðum og skráningarupplýsingum. Á onlinelearningpoint (2011) koma þessir punktar fram ásamt öðru:
- Hvað hefur þátttakandi lært að loknu námskeiði?
- Hvað fæ ég út úr námskeiðinu?
- Hvert er viðfangsefni námskeiðsins?
- Hversu lengi er námskeiðið?
- Hvað er vandamálið, af hverju skiptir það þátttakanda máli og af hverju ætti hann að vilja sitja námskeiðið?
Það sem mér fannst mikilvægast af þessu er að námskeiðslýsingin á að vera skrifuð fyrir þátttakandann.
Á öðrum síðum sem ég skoðaði var mikið um þessa sömu punkta.
Julie Coates (30.09.2015) kom með nokkra góða punkta til viðbótar sem ég notaði, þar sem meðal annars er fjallað um orðafjöldann og ef textinn er orðinn of langur þá er gott að skipta honum upp í einingar. Sem ég reyndi að gera sjálf því ég veit að textinn minn var í það lengsta. Þá kom hún einnig með nokkra góða punkta um opnun námskeiðslýsingar:
- Skilgreining (a defination).
- Enda niðurstaða (the end result).
- Áhrifamikil staðreynd (the outstanding or impressive fact).
- Spurning (a question).
- Tilvitnun (the quotation).
- Truflun (the distraction)
Ég mæli með að kíkja á þessar vefslóðir ásamt fleirum til að skrifa góða námskeiðslýsingu. Ég lærði helling af þeim og hafði dottið ofan í margar grifjur sem mælt er gegn í gerð námskeiðslýsingar.
Heimildir:
Christopher Pappas (12.02.2015). 7 tips to develop attention grabbing eLearning course descriptions. Sótt af https://elearningindustry.com/7-tips-develop-attention-grabbing-elearning-course-descriptions
Julie Coates (30.09.2015). How to write successful course descriptions. Sótt af http://blog.lern.org/how-to-write-successful-course-descriptions
Onlinelearningpoint.com (2011). Writing good course description. Sótt af www.onlearningpoint.com
Líst vel á þetta námskeið hjá þér. Ef ég væri enn með barn á þessum aldri, þá værirðu alveg búin að selja mér þetta 🙂
Takk fyrir þetta. Hjálpaði mér að komast af stað með mína eigin námskeiðslýsingu, fullt af góðum upplýsingum sem ég ætla að kafa dýpra í til að gera mína lýsingu enn betri.