Kynjuð námskeið

Blogg um kynjuð námskeið

Þegar við stölllur vorum að vinna að dagskrá kennslustundar sem við tókum að okkur að leiða, þá komu upp ýmsar vangaveltur. Við vorum að fara að ræða við samnemendur um hvata til náms á fullorðinsárum og skoðuðum ýmilegt efni um það.

Við veltum fyrir okkur ýmsum fræðimönnum og ákváðum að tala um fjóra spekinga sem okkur fannst vera merkilegir og ættu fótspor í þróun fræðslu fullorðinna með kenningum og rannsóknum sínum. Allir þessir fræðingar sem við kynntum okkur og eru gerð skil í annarri bloggfærslu lögðu grunninn að fullorðinsfræðslu eins og hún er í dag.

Sérstaða fullorðinna námsmanna er að mati Malcolm S. Knowles og fl. (1998) að í stað þess að miða námið við námsefnið eins og börn gera, þá miða fullorðnir námið við lífið og læra mest þegar hægt er að beita þekkingunni á vandamál sem koma upp í daglegu lífi. Fullorðnir hafa þannig sjálfsmynd að þeir beri ábyrgð á eigin lífi. Þeir eru tilbúnir að læra það sem þeim finnst þeir þurfa til þess að takast á við líf sitt og aðstæður.

Út frá samræðum og lestri um fullorðna námsmenn þá fóru við stöllur að velta fyrir okkur hvers vegna miklu fleiri konur væru í námi. Fyrst skoðuðum við tölur um brautskráningu úr grunnnámi  Háskóla Íslands frá 2013 þar sem fram kemur að konur eru í miklum meirihluta þeirra sem útskrifast úr lang flestum deildum ( sjá meðfylgjandi glærur). Við skoðuðum þetta út frá stöðu kvenna innan HÍ þ.e hvort þær væru í ábyrgðarstöðum í svipuðu hluttfalli og útskrifaðir nemendur.  Ekki gátum við fundið nýjar tölur um það en jafnréttisáætlun háskólans kveður á um jafna stöðu kynjanna.

Námskeið og kynferði

Við  ræddum töluvert um að konur eru mun duglegri að fara í nám á öllum stigum,  þær eru duglegri að fara á ýmis námskeið og auka þekkingu sína bæði með óformlegu námi og formlegu. Þetta fannt okkur ansi merkilegt og tilefni til að ræða sérstaklega þar sem við vorum jú að fjalla um hvata til náms.

Konur eru að fara í nám til að valdeflast að okkar mati. Þær trúa því að með auknu námi styrki þær sjálfa sig og um leið auki möguleika á betri vinnu. Einnig hefur það sýnt sig að því meiri menntun sem konur hafa þeim mun duglegri eru þær að bæta við sig þekkingu með þátttöku á námskeiðum.

Okkar upplifun eftir vangaveltur og spjall er að karlar fara síður í nám. Konur eru duglegri að bæta við þekkingu sína og í stefnir að þær hafi meiri formlegri menntun en karlar. Er það af hinu góða? Við veltum upp þessari spurningu meðal annars vegna þess að okkur brá er við áttuðum okkur á því að í leik og grunnskóla er meirihluti kennara og annars starfsfólks konur. Barn getur farið í gegn um þessi skólakerfi án þess að hitta fyrir kalkyns kennara. Nemendur á menntavíindasviði Hí eru meirihluti konur og því er það ljóst að konur verða í meirihluta áfram kennarar leik og grunnskólabarna. Síðan bendir allt til að svo verði einnig í fram-og háskólum. Hvar eru karlarnir?

Guðfinna Guðmundsdóttir og Hanna G. Daníelsdóttir

Heimildir

Knowles, M. S., Holton, E. F. og Swanson, R. A. (1998). The Adult Learner: The definite classic in adult education and human resource development (5. útgáfa). Houston: Gulf Pub. Co.

 

Ein athugasemd við “Kynjuð námskeið”

  1. Áhugaverðar pælingar hjá ykkur og ástæðurnar fyrir þessum kynjamun væntanlega blanda af mörgum áhrifaþáttum. En ég fór að velta fyrir mér kenningum Albert Bandura um félagslegt nám þegar ég las setninguna um að barn gæti farið í gegnum skólakerfi án þess að hitta fyrir karlkyns kennara. Við lærum jú af fyrirmyndum okkar og ég fór að spá hvort hluti vandans gæti verið sá að marga drengi í dag skortir góðar karlkyns fyrirmyndir. Bara svona pæling. Annars væri gaman að sjá tölur frá norðurlöndunum til samanburðar 🙂

Skildu eftir svar