Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Litróf kennsluaðferðanna. Æskan, Reykjavík.
Í bókinni Litróf kennsluaðferðanna gefur höfundur yfirlit um flestar algengar kennsluaðferðir auk þess að koma með góð ráð varðandi fas, Bókarýniframkomu og verklag kennara.
Bókin er handbók um helstu kennsluaðferðir og ætluð kennurum og kennaraefnum. Í henni er yfirlit um tugi kennsluaðferða og leiðbeint um beitingu þeirra. Þó bókin sé einkum miðuð við kennslu í grunnskólum þá getur hún einnig nýst vel fyrir kennslu með fullorðnum námsmönnum.
Bókin er góð til þess að fá gott yfirlit yfir kennsluaðferðir og þar sem hún er á íslensku er hún mjög þægileg lesning. Þannig nýtist hún vel til þess að finna hentuga kennsluaðferð og sem grunnur fyrir frekari leit í erlendu kennsluefni þar sem ensk þýðing er til staðar fyrir allar kennsluaðferðirnar.