Yfirfærsla náms

Guðfinna bloggar um yfirfærslu

Það er ansi margt sem stendur uppúr á þessu námskeiði og langar mig aðeins að fjalla um það í þessu bloggi. Það verður að segjast að ég hef bara sjaldan lært eins mikið,  þegar tillit er tekið til virkni þá er ég svolítið hissa. Ég hef þó verið heppin og unnið verkefni með Hönnu námsfélaga mínum og spjall okkar um efnið og það sem spinnst úr frá þeirri umræðu hefur komið mér á góðan stað og ég er með talsvert af hugmyndum og ásettningi til að verða betri kennari.

Yfirfærsla

Mér finnst þetta fyrirbæri yfirfærsla svo spennandi hugtak og endalaust er ég að velta því fyir mér, lesa og skoða merkingu þess.

Þar sem ég er að kenna bæði fræðilega hluta og verklega hluta náms í Menntaskólanum í Kópavogi hefur mér verið hugleikið hvernig best er að setja námsefnið fram þannig að það nýtist nemendum sem best. Hvernig getur fræðilegi hlutinn styrkt verklega þáttinn og öfugt.

Í grein sem ég las nú fyrir stuttu eftir Robert Bjork, Jhon Dunslosky og Nate Kornell er fjallað um hvernig hægt er að ná árangri þegar verið er að læra, hvernig verður maður  góður námsmaður. Greinahöfundar spyrja sig að því hvernig hægt sé að hámarka námsárangur og hvað tækni er best til þess fallin að þjálfa slíkt. Það að kunna að læra er auðvitað höfuðatriði, þegar ná á námsárangri. Sínám  er góð aðferð að þeirra mati, en í því fellst að nemendur eru sífellt að auka við sig þekkingu bæta í og læra aftur (endurtekning).

Nemendur hafa tilhneigingu til að álíta að ef þeir lesa oft yfir námsefnið þá kunni þeir það. Ég hef  verið þannig námsmaður. Man svo vel þegar ég fór í klukkustundar 100% próf í menntaskóla las námsefnið sólahringanna fyrir prófið „ældi“ út úr mér því sem ég mundi og skilaði svo prófinu án þess að vita hvað ég hafði gert, og svo kemur setning eins og þessi „vá mér gekk svo illa á prófinu en samt las ég bókina fjórum sinnum“ Mikill munur er á einstaklingum hvernig þeir læra og hvernig þeim finnst best að nálgast efnið til að kunna því skil. Margir eru þó að nota gagnlausar aðferðir eins og dæmið hér að ofn sýnir.

Hér væri einnig hægt að velta fyrir sér því sem við höfum verið að fara yfir á námskeiðinu. Hvernig læra fullorðnir og hvernig skipuleggjum við nám fullorðna. Eru þeir eitthvað öðruvísi? Já, þeir koma í nám með fyrirfram ákveðnar skoðanir og reynslu þeir koma í nám af áhuga og innri hvöt, hvattningu frá vinnustað og með það að leiðarljósi að valdeflast og í framhaldi fá jafnvel betra starf. Að læra af reynslu var skilgreint af John Dewey en í bók sinn Experienc and Education (1938) fjallar hann um nám alla ævi. Þar er hann enn og aftur löngu komin með hugmyndafræðina á undan sinni samtíð. Hann sér fyrir sér að við erum sífellt að nýta okkur eigin reynslu og þekkingu þegar við erum að bæta við okkur nýrri.

Reynsla fullorðinna er misjöfn og lífið hefur farið misvel með fullorðið fólk. Því er mikilvægt að skoða þennan hóp sérstaklega þegar hann hefur tekið þá ákvörðun að fara í skóla/nám. Ég hef í starfi mínu verið að kenna fullorðnum sem eru á aldrinum 25 og upp úr, elsti nemandinn sem hefur komið í námið er yfir sextugt. Þetta er ólíkur hópur með misjafna reynslu úr lífinu bæði persónulega og faglega. Því er mjög áríðandi að gera sér grein fyrir styrkleika hópsins og þeirra einstaklinga sem í honum er. Sá ólíki bakgrunnur sem fullorðnir námsmenn hafa, setur skipuleggjanda námsferila í þá stöðu að það þarf að taka tillit til ólíkrar reynslu sem bæði getur verið góð og slæm.

Robert Fisher (2005) segir í bók sinni Teacing children to learn að best sé að kenna nemendum að læra um eigin hugsun og nám til að öðlast námsvitund (metacognition). Það  þurfi að hafa þrjú atriði að leiðarljósi til þess að ná markmiðum og talar hann um að í fyrsta lagi þurfi að gera áætlun, setja sér markmið í þeirri röð sem þau eiga að birtast og greina hugsanleg vandamál auk þess að þekkja verkferlanna og sjá fyrir sér útkomuna.  Í öðru lagi verður að fylgjast vel með markmiðunum sem sett voru, þeirri tímaröð sem þau eru í  og kunna að bregðast við villum eða hindunum sem kunna að koma upp ef eitthvað fer úrskeiðis. Hann talar í þriðja lagi um að einstaklingur eigi að geta metið árangur til að ná settum markmiðum, metið þær villur eða mistök sem koma upp og þegar verkefninu er lokið á hann að geta metið allt ferlið.

Af hverju er ég að tala um þetta? Jú vegna þess að mér finnst þetta koma inn á það sem við höfum verið að gera á námskeiðinu. Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum, það er svo mikilvægt að ef árangur á að nást. þá þarf að hafa skipulag, ekki einungis kennarinn heldur líka nemandinn. Því er nauðsynlegt að kenna nemendum að spyrja sig spurninga og ígrunda. Eins og: hvað þarf ég að hugsa um fyrst ? Hverju vil ég ná fram? Hvaða aðferðir er hægt að nota?

  • Hvað þarf ég að vita
  • Hvað þarf ég að gera
  • Hvaða áætlun hef ég

Fhisher bendir á að nemendur geti einbeitt sér að eigin hugsun á þremur stigum verkefnavinnu: áður en verkið hefst-gera áætlun. Meðan á verkinu stendur-með því að fylgjast með. Eftir að verki er lokið- með endurskoðun og mati á hvernig til tókst. Meðan á verkinu stendur geta eftirfarandi spurningar leitt nemandan áfram: Hverning gengur? Hvað þarftu að hafa í huga? Hvaða aðfeð ertu að beita? Hvað gerist ef þú gerir þetta? Gengur þetta?

Í áðurnefndri grein Roberts Bjork o. fl.er talað um sjálfspróf sem gott er að nota til þess að mæla hvort við höfum aukið þekkingu okkar, eða tileinkað okkur námsefnið þannig að við getum byggt ofan á það nýja þekkingu. Vilja höfundar meina að sjálfspróf séu góður mælikvarði til að skoða hvort þekking (yfirfærslan) hafi ratað á réttan stað. Með sjálsfsprófi skoðum við hvað sé rétt og hvað rangt í því sem við erum að nema. Síðan er bilið brúað milli rangra og réttra svara með því að fara til baka og ná í þá þekkingu sem uppá vantar. Höfundar vilja meina að góðir nemendur verja ekkert endilega meiri tíma í lærdóminn samaborið við nemendur sem minna kunna. Aftur á móti nýta þeir námstímann betur eða á áhrifaríkari hátt.  Höfundar vilja meina að það að læra í skömmtun þ.e að læra, melta, læra, sé árangursrík aðferð. Þeir segja að fyrsta skrefið í náminu er að hafa góða stjórn á tíma, skipuleggja eigið líf og skilgreina markmiðin. Forgangsraða svo að auðveldara reynist að ná markmiðunum. Það að vera góður námsmaður krefst ekki aðeins grunnhæfni í túlkun og hvernig nemandinn yfirfærir nám heldur einnig að námið og aðferðirnar styðji við langtíma minni og þeirri tækni að geta sótt í minnið. Að læra eitthvað bygggir á yfirsýn nemandans hvernig hann notar fyrri þekkingu og byggir upp nýja á grundvelli þeirrar sem fyrir er.

Snúum okkur aftur að námskeiðinu Skipulagning og framkvæmd fræðslu með fullorðnum. Þar höfum við verið að skoða námsmarkmið og verður að segjast að mér finnst eftir á að hyggja alveg makalaust að ekki hafi ég uppgvötvað mikilvægi þeirra fyrr en nú. Það að hafa skýr námsmarkmið er að mínu mati lykilatriði þess að nám geti farið fram. Almenn námsmarkmið og sértæk atferlismarkmið sem eru skýr og vel útfærð, bæta námsárangur og styrkja nemendur í námi sínu. Þeir vita á hvað ferðlagi þeir eru út frá markmiðunum. Því er það mikilvægt í upphafi námsferils að skýra þessi markmið út fyrir nemendum. Skýr markmið þar sem fram kemur hvað sé mikilvægt hverju sinni og hvað sé best að gera á þessari ákveðnu stundu. Markmiðin eiga að vera merkingabær og eru skipulagstæki sem nauðsynlegt er að hafa bæði fyrir kennara og nemendur. Með markmiðum vitum við hver staðan er og hvort þörf er á að staldra við, breyta skipulagi eða færa sig yfir á næsta stig.

Til þess að yfirfærsla þekkingar geti átt sér stað þarf að huga að mörgu eins og hér hefur fram komið, markmiðssettning er afar mikilvæg. Til þess að ná fram skilningi á eðli markmiða hafa ýmis flokkunarkerfi verið notuð t.d flokkunarkerfi Benjamíns Bloom en hann setti fram ásamt samtarfsmönnum sínum hugmynd um hvernig flokka mætti mannlega færni í þrjú megin svið. Markmiðin skiptast í stig  innan hvers sviðs allt eftir því hversu flókin þau eru. Stigin gera ólíkar kröfur til hugsunnar nemandans. Til þess að geta náð markmiðum hvers stigs þurfa nemendur að hafa lokið þeim markmiðum sem á undan eru. Flokkunarkerfi eru nauðsynleg kennurum og öðrum fagaðilum við gerð námsferla, til þess að eðli og gerð markmiða eflist. Til þess að yfirfærlsa þekkingar takist þurfa markmiðin að vera skýr. Nauðsynlegt er fyrir bæði kennara og nemendur að vita að hvaða markmiði er stefnt.

Heimildir

Bjork, R. A., Dunlosky, J., og Kornell, N. (2013) Self- Regulated Lerning: Beliefs, Techniques, and Illusions. http://sites.williams.edu/nk2/files/2011/08/Bjork.Dunlosky.Kornell.2013.pdf)

Fisher, R. (2005). Teaching children to learn (2. útgáfa). Cheltenham : Stanley Thornes.

Ingvar Sigurgeirsson. (1998). Listin að spyrja. Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Ingvar Sigurgeirsson. (1999). Að mörgu er að hyggja (3. útgáfa). Reykjavík: Æskan ehf.

 

Skildu eftir svar