Hvernig fæ ég fólk til að koma á flotta námskeiðið sem ég var að útbúa???
Þetta er ein af stóru spurningunum sem fræðslustofnanir og aðrir sem bjóða upp á fræðslu spyrja sig reglulega. Í sjálfu sér snýst málið ekki um annað en góð samskipti og upplýsingar sem höfða til marhópsins. Þess vegna er málið að hafa skýra hugmynd um það:
- Hverra þú vilt höfða til
- Hvað þeir fá út úr því að taka þátt í námsferlinu sem þú ert að bjóða?
- Hvers vegna þeir ættu að skrá sig?
- Hvað þurfa þeir að vita til að geta tekið ákvörðun?
Síðasta spurningin kallar á ólík svör eftir eðli námsferlisins. Námskeið sem er hluti af stærra formlegu námsframboði þar sem fólk safnar t.d. einingum upp í gráðu kallar á aðrar upplýsingar en stakt óformlegt námsferli / námskeið á netinu.
Hér eru nokkrar greinar um ritun námskeiðslýsinga
Hér er hugarkort á PDF formi með gagnlegum spurningum (Sama kortið sem MMAP skjal)