Bókarýni – Key Concepts in Adult Education & Training

Tight, M. (1996). Key concepts in adult education and training. London: Routledge.

Í bókinni Key Concepts in Adult Education & Training leitast höfundur hennar, Malcolm Tight, við því að skýra frá helstu grunnhugtökum í kennslufræðum við fullorðinsfræðslu og -þjálfun.

Bókin er sett upp á aðgengilegan og þægilegan hátt og er henni skipt í átta kafla þar sem hver kafli býður upp á hugmyndir að frekara lesefni fyrir þá sem vilja kafa dýpra í námsefnið, en meginatriðin koma þó skilmerkilega fram í hverjum kafla fyrir sig. Í bókinni eru tekin fyrir yfir fjörutíu hugtök, allt frá samfélagsfræðslu til reynslunáms. Hugtökin eru af ýmsum toga og fjallar bókin, eins og titillinn gefur til kynna, um lykilhugtökin, skipulagningu og kortlagningu þessara hugtaka, merkingu þeirra og notagildi.

Bókin er sett upp með þá í huga sem sjá um og/eða áhuga hafa á fullorðinsfræðslu og þjálfun og vilja skerpa á skilningi sínum á hugtökum sem eiga við um fræðin.Framsetningin er með þeim hætti að ekki er krafist nokkurar forþekkingar á málefninu til þess að skilja efni bókarinnar.

Bókin er því tilvalin sem handbók sem grípa má til við undirbúning og skipulagningu náms og þjálfunar fyrir fullorðna einstaklinga.

Bokaryni Key Concepts Sigridur Yr

Kv. Sigríður Ýr

Skildu eftir svar