Skipulagning náms með yfirfærslu lærdóms í huga

Bókarýni

Learning Transfer in Adult Education: New Directions for Adult and Continuing Education eftir Leann M. R. Kaiser, Karen Kaminski og Dr. Jeffrey Foley.

https://ebookcentral.proquest.com/lib/landsbokasafn/reader.action?docID=1158350

Bókin fjallar um yfirfærslu lærdóms í fullorðinsfræðslu eða menntun fullorðinna. Yfirfærsla lærdóms merkir að einstaklingur geti nýtt þá færni og þekkingu sem hann hefur lært að tileinka sér í einu umhverfi eða aðstæðum yfir í aðrar. Hver hefur ekki farið á frábær námskeið þar sem maður fer heim með glærupakka undir hendinn og ætlar strax að hefjast handa og nýta það sem maður lærði? Eitthvað verður samt til þess að glærupakkinn fer ofan í skúffu og gleymist í stað þess að maður nái að yfirfæra lærdóminn á líf og starf. Í bókinni er farið yfir hve mikilvægt er að yfirfærsla lærdoms sé höfð í huga við skipulagningu kennslu svo þátttakendur fari heim með ákveðna færni og geti hafist handa.

Í bókinni velta höfundar upp hugtökum og skílgreiningum tengdum yfirfærslu lærdóms. Bókinni er síðan skipt í átta kafla þar sem gerð er grein fyrir fræðum og aðferðum byggðum á; tilraunum eða úrvinnslu vandamála, notkun tækni sem og að skoða niðurstöður úr rannsóknum á heila, áhrifum kynþáttar og menningar á yfirfærslu lærdóms og skilnings á persónulegum breytingum sem eiga sér stað við námið. Í áttunda og síðasta kafla bókarinnar er að finna æfingar og hugleiðingar um kennslu.

Bókin er vel sett upp að mínu mati. Lesa má bókina í heild eða velja kafla sem fangar lesandann eins og ritstjórar mæla með í innganginum og nota svo kafla átta til að hugleiða eigin færni og vinna æfingar sem þjálfa viðkomandi í að skipuleggja nám með yfirfærslu náms að leiðarljósi.

bokaryni-drifa thorarinsdottir

Drífa Þórarinsdóttir

3 athugasemdir við “Skipulagning náms með yfirfærslu lærdóms í huga”

  1. Takk Drífa fyrir góðan bókardóm.
    Það væri mjög áhugavert að lesa þessa bók. Hún fjallar um efni sem nauðsynlegt er að velta fyrir sér sem kennari. Hvernig höfðar þú til nemenda og kennir þeim á áhrifaríkan hátt þannig að þeir vilji nota það sem þeir læra áfram í lífinu.
    Í okkar fagi sem verðandi foreldrafræðarar tel ég þetta til dæmis vera mjög mikilvægt. Að kenna foreldrum góðar uppeldisaðferðir sem þeir eru tilbúnir til að nota að námskeiði loknu.
    Kær kveðja, Aníta.

Skildu eftir svar